2013-06-15

Karmakaffikóði

Gærdagurinn var svakalega góður dagur.

Ég átti góð samtöl á "skrifstofunni", fékk furðumikið gefins kaffi og upplifði það að á einu augnabliki voru 3 mismunandi nördavinir mínir að vinna samtímis í að endurbæta kóðann minn (Mailpile). Yfir bjór, að sjálfsögðu. Um kvöldið fékk ég svo fyrirtaks upprifjun á því hve góð nautasteik getur verið og fór svo út að dansa. Ógó gaman!

Ég held að skýringin hljóti að vera sú að ég gaf róna pizzusneið og félagsskap í hádeginu. Alheimurinn hefur ákveðið að gera upp karma skuldina samdægurs og gott betur.

Tags: life


Recent posts

...