2011-12-06

Betri Reykjavík verður undir strætó!

Hann Haukur Arnþórsson tók nýlega upp á því að hrauna yfir vefinn Betri Reykjavík. Ég verð að segja að mér finnst þetta nokkuð undarleg hegðun.

Datt Haukur nokkuð á hausinn í hálkunni? Það var rosalega hált hérna um daginn. Hver sem skýringin er, vonandi jafnar hann sig fljótt.

Persónuvernd og öryggi borgaranna í tæknisamfélagi stafar meiri ógn af flestu öðru*) en samræðuvef þar sem almenningur getur - í skjóli nafnleyndar ef menn vilja - rætt á málefnalegan hátt hvað megi betur fara í skipulagi og viðhaldi höfuðborgarinnar.

En grein Hauks leiddi nú samt af sér einn góðan hlut...

Hún minnti mig á þennan stórfína vef! Ég skráði mig í dag og sendi inn mína fyrstu tillögu: að auglýsa leiðakerfið inn í strætisvögnum.

Ég efast um að þessi hugmynd verði mjög umdeild, en það er spurning hvort hún nái augum þeirra sem geta gert eitthvað í þessu. Annars gæti ég freistast til að prenta út nokkur blöð sjálfur og grípa með mér límband næst þegar ég fer í vinnuna.

Eða myndi það teljast spellvirki? :-)


*) Facebook. Forvirkar rannsóknarheimildir. Facebook. Kerfisbundin ritskoðun og hlerun. Facebook. Þöggun blaðamanna sem fjalla um spillingu. Facebook. Þöggun fórnarlamba kynferðisbrota. Facebook.

Tags: life


Recent posts

...