2011-08-29

Bless, Dóra

Í gær var útför Dóru frænku minnar.

Athöfnin var falleg og vel sótt.

Ég þekkti Dóru í sjálfu sér ekki mjög vel og mér fannst því margt áhugavert og skemmtilegt í æviágripi jarðafararinnar. Hún var greinilega ekki bara hlýja góða konan sem var alltaf góð við okkur systkinin, heldur líka hörkudugleg og sterk.

Við Brynja eigum bæði góðar minningar af því að skríða um í súðskápum og uppá lofti hjá henni þegar við vorum lítil, en þau hjónin skutu yfir okkur skjólshúsi þegar mamma og pabbi voru nýflut með okkur til Íslands hérna í eldgamla daga. Alveg síðan þá var hún í uppáhaldi hjá mér.

Dóra skilur eftir sig gott fólk sem á eflaust eftir að sakna hennar.

Tags: life


Recent posts

...